Allar fréttir

Jólin koma

Það fer ekki framhjá neinum sem á leið um Grund að það er komin aðventa og styttist í jólin. Hér er verið að skreyta jólatré í setustofunni á þriðju hæðinni.

Á annað þúsund rjómapönnukökur

Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.

Kynslóðir mætast við undirbúning jólanna

Jólasöngvar, sögur, hlátur, gleði og föndur. Þannig var andrúmsloftið á Litlu Grund þegar börn úr 5. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi komu í heimsókn í morgun.

Karlakór Hveragerðisbæjar í heimsókn

Karlakór Hveragerðisbæjar gladdi okkur með frábærum tónleikum. Ekki amalegt að fá svona heimsókn. Þakka ykkur innilega fyrir komuna og frábæran söng. Guðrún Kristjánsdóttir heimilskona í Bæjarási var afskaplega stolt af syni sínum honum Höskuldi sem syngur með kórnum.

Aðventan undirbúin

Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag en heimilisfólk og starfsfólk í Ási hefur verið önnum kafið við að útbúa aðventukransa og aðventudagatöl undanfarna daga. Það eru ljúfar stundir framundan hjá okkur á aðventunni.

Vátryggingaútboð Grundarheimilanna 2024-2026

Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 24.11..2023 kl 10:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

Notalegar stundir í vinnustofu Markar

Það er alltaf líf og fjör í vinnustofunni okkar á fyrstu hæðinni í Mörk.

Söngur fyrir sálina

Við notum hvert tækifæri sem gefst til að syngja saman

Afmælisterta fyrir alla sem búa með Svönu

Oft koma aðstandendur með kaffimeðlæti fyrir þá 10 eða 11 heimilismenn og starfsfólk sem er þar sem viðkomandi býr.

Stólaleikfimi í Bæjarási

Það vakti mikla kátínu þegar Christine (Kölluð Tine), sem er nýji sjúkraþjálfarinn okkar hér í Ási, kom í heimsókn á Bæjarás til að vera með stólaleikfimi.